HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson er á reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu AaB. Tipsbladet greinir frá.
Valgeir, sem er 17 ára, lék 20 leiki með HK í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk.
Hann leikur æfingaleik með AaB gegn AGF á morgun. Með AGF leikur annar HK-ingur, Jón Dagur Þorsteinsson.
Eftir síðasta tímabil fór Valgeir á reynslu til Danmerkurmeistara FC København.
Valgeir hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
