Brad Pitt og Jennifer Aniston verðlaunuð í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 08:02 Brad Pitt og Jennifer Aniston heilsast hér á SAG-verðlaunahátíðinni í nótt. Getty/Emma McIntyre Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Hin suðurkóreska Parasite var talin skarta besta leikarahópnum á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) sem fram fór í Los Angeles í nótt. The Crown þótti best mannaða þáttaröðin auk þess sem Joaquin Phoenix bætti við enn einni viðurkenningunni fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd. Gula pressan vestanhafs hefur jafnframt gert sér mat úr því að Brad Pitt og Jennifer Aniston, fyrrverandi stjörnupar allra stjörnupara, voru bæði verðlaunuð í nótt. Screen Actors Guild er stéttarfélag bandarískra leikara en þetta var 26 árlega hátíð félagsins. Eftir pólítísk Golden Globe-verðlaun héldu kynnar og verðlaunahafar næturinnar sig á persónulegu nótunum, að frátöldum Robert de Niro sem verðlaunaður var fyrir ævistarf sitt í kvikmyndum. Hann sagðist hafa fullan rétt á því að tjá sig um menn og pólítisk málefni, eins og allir aðrir bandarískir borgarar. Hann beindi orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann talaði um muninn á réttu og röngu, almennri skynsemi og valdníðslu. Eftir dræmar viðtökur áhorfenda tókst síðustu þáttaröð Game of Thrones að næla sér í tvenn verðlaun. Þau féllu í skaut Peter Dinklage, sem talinn var besti leikarinn í dramaþáttaröð fyrir túlkun sína á Tyrion Lannister, auk þess sem áhættuleikarar þáttanna þóttu eiga viðurkenningu skilið. Leikarahópurinn í The Marvelous Mrs. Maisel þótti bestur í hópi grínmynda og leikararnir í The Crown í hópi dramaþátta. Renée Zellwegger varð heiðruð sem besta leikkonan í kvikmynd og fyrrnefndur Joaquin Phoenix þótti besti leikarinn. Þá hlaut Brad Pitt verðlaun sem besti aukaleikarinn fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time … in Hollywood. Jennifer Aniston þótti besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð, en hún fer með hlutverk Alex Levy í The Morning Show. Þakkarræða Aniston var af mörgum talin sú eftirtektarverðasta, en hana má sjá hér að neðan. Lista yfir sigurvegara kvöldsins má nálgast hér.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira