Enski boltinn

Klopp og læri­sveinar nálgast met Liver­pool-liðsins frá 1972

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fær knús frá Klopp.
Salah fær knús frá Klopp. vísir/getty

Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í gær er liðin mættust í stórleik helgarinnar á Anfield.

Virgil van Dijk kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og í uppbótatímanum tvöfaldaði svo Mo Salah forystuna. Magnaður sigur Liverpool.

Liverpool er á hraðri leið að verða enskur meistari en liðið er aftur búið að gera Anfield að rosalegu vígi.

Liðið hefur unnið nítján heimaleiki í röð á Anfield og er því tveimur sigurleikjum frá því að jafna met, sem einmitt Liverpool á.







Liverpool vann nefnilega 21 heimaleik í röð á árinu 1972 en liðið tapaði ekki heimaleik frá janúarmánuði fram til desember.

Manchester City er í öðru sætinu yfir besta heimavallarárangurinn en liðið vann 20 leiki; frá mars 2011 til mars 2012. Liðið varð einmitt enskur meistari árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×