Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST
CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira