Svona komast íslensku strákarnir í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:30 Vonin um verðlaunasæti lifir enn. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar. EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira