Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2020 16:30 Ramsdale í leik gegn Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur enska B-deildarfélagið Bournemouth – sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum – samþykkt tilboð Sheffield United upp á 18.5 milljónir punda í enska markvörðinn Aaron Ramsdale. Sheffield United to sign Aaron Ramsdale from Bournemouth for £18.5m https://t.co/v9UHqeQbox— Guardian sport (@guardian_sport) August 15, 2020 Hinn 22 ára gamli Ramsdale þótti standa sig vel milli stanganna hjá Bournemouth á nýafstöðnu tímabili þó svo að félagið hafi fallið. Vegna fallsins sem og kórónufaraldursins þarf félagið að selja eitthvað af sínum stærstu nöfnum. Nú þegar hefur varnarmaðurinn Nathan Aké verið seldur til Manchester City. Það sem gerir þessi vistaskipti Ramsdale áhugaverð er hvað þau þýða fyrir framtíð Dean Henderson. Sá hefur varið mark Sheffield með miklum sóma undanfarin tvö ár en hann hefur verið á láni frá Manchester United. Henderson sjálfur telur sig nægilega góðan til að spila fyrir Manchester United en Ole Gunnar Solskjær – þjálfari liðsins – virðist ekki vilja bekkja David De Gea þó sá spænski hafi gert full miið af mistökum undanfarin misseri. Henderson vill spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni því hann telur það auka líkur sínar á að slá Jordan Pickford út sem aðalmarkvörð enska landsliðsins. Það er því ljóst að hann hefur ekki áhuga á að fara aftur til Manchester United til þess eins að sitja á bekknum. Vitað er að bæði Chelsea og Tottenham Hotspur horfa hýru auga til markvarðarins en Frank Lampard hefur enga trú á Kepa Arrizabagala og þá verður Willy Caballero samningslaus á næstu dögum. Þá virðist José Mourinho vilja markvörð sem hentar leikstíl sínum betur heldur en hinn franski Hugo Lloris.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira