Bretar komnir út úr Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:00 Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu. Vísir/AP Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45
Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00