Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 16:42 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri þegar hann var leiddur fyrir dómara í nóvember. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslensku skipstjóri sem siglt hefur fyrir Samherja í Namibíu um árabil, játaði í dag að hafa staðið að ólöglegum veiðum á skipinu Heinaste fyrir dómstóli í Namibíu. New Era Newspaper í Namibíu greinir frá og þar segir að refsing Arngríms verði ákveðin á miðvikudaginn. Arngrímur gengur laus gegn tryggingu sem hljóðar upp á 830 þúsund íslenskar krónur. Honum hefur verið skylt að tilkynna sig til lögreglu ytra á þriggja vikna fresti á meðan rannsókn hefur staðið. Skipið Heineste er í eigu namibísks félags sem íslenska útgerðarfélagið Samherji er stór hluthafi í. Arngrímur var handtekinn þann 20. nóvember síðastliðinn ásamt rússneskum skipstjóra. Voru þeir grunaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Handtakan kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar tengd Samherja en Arngrímur sigldi um árabil skipum fyrir sjávarútvegsfyrirtækið. „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum,“ sagði Arngrímur í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlun eftir handtökuna. Icelandic captain Arngrimur Brynjolfsonn of Samherji’s impounded Heinaste vessel has pleaded guilty to charges of illegal fishing in the Walvis Bay Magistrate’s Court today. He will be sentenced on Wednesday. Brynjolfsonn (67) is currently out on bail of N$100 000. pic.twitter.com/8se7uPF9OI— New Era Newspaper (@NewEraNewspaper) January 31, 2020 Í yfirlýsingu Arngríms á sínum tíma sagði hann að eftir að Heinaste hafði klárað löndun var hann boðaður til fundar við Fiskistofu Namibíu sem stýrir veiðum í landinu. Þar voru bornar ásakanir á hendur Arngrími um að skipið hefði farið inn á lokað svæði til veiða. „Ég vil taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af 34 ár sem skipstjóri, hef ég aldrei verið sakaður um að hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum og eru það mér mikil vonbrigði að verða fyrir þessum ásökunum nú,“ segir Arngrímur. Reiknar með sektargreiðslu Ásökunin kæmi honum á óvart því þess væri gætt af kostgæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni. Hann benti jafnframt á að þegar skip væri sakað um að hafa veitt innan lokaðs svæðis í lögsögu Namibíu væri skipstjóri leiddur fyrir dómara og sleppt samdægurs. Arngrímur sagðist vonast eftir því að málið tæki ekki langan tíma að leiða til lykta. Eftir því sem hann kæmist næst hefði öllum málum af þessu tagi verið lokið með sektargreiðslu teldist það sannað að skip hefði í raun stundað veiðar innan lokaðs svæðis.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira