Kjör, völd og (van)virðing Drífa Snædal skrifar 31. janúar 2020 13:00 Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun