Fyrsta stiklan úr Steinda Con: „Heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2020 16:30 Þættirnir fara í loftið á Stöð 2 14.febrúar. Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna. Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 þann 14. febrúar og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim. „Tilgangur ferðarinnar hverju sinni er að komast að því hvers vegna umrædd hátíð sé til og hvers vegna fólk sækir þessar ráðstefnu árlega,“ segir Steindi. „Ég og flestir gestir mínir förum alveg fordómalaus á þessar hátíðir. Pælingin er að vera mjög opinn fyrir hátíðinni og leyfa sér að sogast inn í þetta. Prófa allt sem er í boði, hitta fólk og kynnast því. Svo má velta steinum yfir því hvort þetta sé fyrir mann eða ekki.“ Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna. Hann skellti sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims. Hræddur við tvennt og því varð Dóri DNA fyrir valinu Svo fór hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum. Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. „Dóri er hræddur við tvennt. Hann er sjúklega flughræddur og er hræddur við köngulær. Til að komast í lítinn bæ í Ástralíu sem heitir Winton þurftum við að fara í fjögur flug og það var gjörsamlega allt morandi í köngulóm,“ segir Steindi. Svo að lokum fer Steindi með kærustinni sinni Sigrúnu á FetishCon. „Þar eru bara hlutir sem ég sá og heyrði sögur sem breyttu lífi mínu til frambúðar, alls ekki til hins betra neitt.“ Skot framleiðir þættina og Ragnar Hansson leikstýrir en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna.
Bíó og sjónvarp Steinda Con Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira