Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 08:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fylgir Brexit úr hlaði með ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld. vísir/epa Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53