Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 06:30 Frá flugvellinum í San Fransisco. vísir/Epa Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira