Trae Young magnaður í nótt: „Ég er að verða betri á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 07:30 Trae Young er að verða einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Getty/Scott Cunningham/ Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020 NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira