Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina.
Topplið Vals vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Keflavík, 80-67, í Origo-höllinni.
KR gerði góða ferð í Borgarnes og vann Skallagrím, 72-77. KR-ingar eru í 2. sæti deildarinnar en Borgnesingar í því fimmta.
Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna Breiðablik í Ólafssal. Lokatölur 79-42, Haukum í vil. Liðið er nú með fjögurra stiga forskot á Skallagrím í 4. sætinu.
Veera Pirttinen tryggði Snæfell sigur á botnliði Grindavíkur, 57-59. Þetta var annar sigur Snæfells í röð.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.