Blaðamaður Jyllands-Posten lærir íslensku með því að hlusta á FM95BLÖ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Berit leit við í hljóðveri FM957 í morgun. vísir/vilhelm „Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ. FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ.
FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira