Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2020 08:45 Áhugafólk um kvikmyndir fer reglulega í Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020 Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira