Kínverska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að hefja kínverska keppnistímabilið ekki á þeim degi sem það átti að byrja. HM í frjálsum hefur líka verið frestað um eitt ár.
Þetta eru dæmi um þau gríðarlegu áhrif sem kórónaveiran er að hafa á Kína en Wuhan-veiran breiðist nú út um allt meginland Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fundar í dag til þess að ræða hvort lýsa þurfi yfir neyðarástandi vegna veirunnar.
The China Super League season has been delayed because of the escalation of the coronavirus.
— BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2020
https://t.co/XQUGB7BI90#bbcfootballpic.twitter.com/NKUBid3F7m
Kínverska súperdeildin í knattspyrnu átti að fara af stað 22. febúar næstkomandi og standa yfir til 31. október. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta henni um óákveðinn tíma. Það á einnig við allar aðrar deildir í landinu.
Margir frægir leikmenn spila með kínversku liðum eins og Yaya Toure, Marouane Fellaini, Oscar, Marko Arnautovic og Salomon Rondon.
Þetta er ekki eini íþróttaviðburðurinn í Kína sem er á undanhaldi.
The World Athletics Indoor Championship has been pushed back one year, joining a long list of sports events that have been scrubbed, moved or postponed indefinitely due to the outbreak of a new coronavirus in China.https://t.co/PfAl5ZgOHn
— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) January 29, 2020
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss átti að fara fram 13. til 15. mars í Nanjing í Kína en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið ákvað að fresta því um eitt ár.
Þá hefur keppni í alpagreinum á skíðum, sem átti að fara fram 15. og 16. febrúar í Kína, verið flautað af.
Það er síðan uppi óvissa um hvort Kínakappasturinn í formúlu eitt fari fram en hann er áætlaður í apríl.