Enski boltinn

Liverpool mætti tapa sex leikjum í röð en væri samt enn á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool.
Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Michael Regan

Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi.

Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu.

Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn.

2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku.

Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton.

Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik.

Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield.

Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978).

Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18,  desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019).

Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda.



Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok.

Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×