Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 19:07 Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir stikkprufur hafa sannað gildi sitt í málinu. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira