Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira