Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 15:31 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira