Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira