Útilokar ekki að gerðar verði breytingar á efnahagsúrræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Til greina kemur að gera breytingar á þeim úrræðum sem stjórnvöld kynntu í þágu atvinnulífs í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir fjármálaráðherra. Að mestu hafi aðgerðirnar þó tekist vel að hans mati. Enn sé þó uppi mikil óvissa í efnahagslífinu. Hlutabótaleiðin, stuðningur við greiðslu launa í sóttkví og í uppsagnarfresti, tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar, greiðslufrestir, lokunarstyrkir, brúarlán og stuðningslán. Allt eru þetta aðgerðir sem voru meðal þeirra sem stjórnvöld kynntu í vor, til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins á íslenskan vinnumarkað og atvinnulíf. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að margar þessara aðgerða hafi gefist vel, en aðrar ekki. Hann telji tilefni til þess að endurskoða aðgerðir sem allra fyrst. „Við höfum verið í ágætis samtali og fengum góð viðbrögð og áttum ágætis samstarf um þessi fyrstu úrræði sem að við lögfestum á vormánuðum og við erum að sjá hvernig þau spilast út,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við þurfum að taka mið af því hvernig þau reynast í kerfinu, hvernig að fjármálakerfið er að vinna með þessi úrræði, hvernig þau nýtast síðan þeim sem að við erum að reyna að teygja okkur til og ég útiloka það ekkert að við gerum aðlaganir á þessum úrræðum eða gerum frekari breytingar. En að uppistöðu til þá finnst mér hafa tekist vel til,“ segir Bjarni. Lítil spurn hefur verið eftir svokölluðum brúarlánum með ríkisábyrgð, og hafa sárafá fyrirtæki fengið slíkt lán. „Frá því að við komum með hugmyndina um þessi brúarlán, eða viðbótarlán, að þá komum við með nýtt úrræði sem að tekur til miklu fleiri fyrirtækja sem eru stuðningslánin. Sem eru lægri fjárhæðir með hærri ríkisábyrgð og við sjáum að þau eru farin að virka og það mun skýrast betur á næstu vikum og mögulega mánuðum hvernig nákvæmlega það gerist. Þetta eru lægri fjárhæðir sem teygja sig til minni fyrirtækja," segir Bjarni. Hann ítrekar að enn ríki mikil óvissa um efnahagslega framvindu. „Til dæmis varðandi veiruna og alþjóðleg samskipti, vöruflutninga og ferðaþjónustu. Það er víða mikil óvissa um framvinduna og það hefur án vafa áhrif á bæði áform fyrirtækja, viðbrögð í fjármálakerfinu og annað þessháttar,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira