Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:14 Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira