Enski boltinn

Eig­andi Leeds stappar stálinu í stuðnings­menn liðsins eftir magurt gengi að undan­förnu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var ekki mikil gleði yfir leikmönnum Leeds
Það var ekki mikil gleði yfir leikmönnum Leeds vísir/getty

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, sendi stuðningsmönnum liðsins kveðju á Twitter í gær eftir að hrakfarir liðsins síðustu vikur hélt áfram í 1-0 tapi gegn Nottingham Forest í gær.

Leeds hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum. Þeir voru komnir í ansi myndarlega stöðu á toppi deildarinnar fyrir jól en nú munar einungis tveimur stigum á Leeds í öðru sætinu og Brentford í 5. sætinu.

Stuðningsmenn liðsins eru farnir að hafa verulegar áhyggjur en eigandinn sendi þeim kveðju á Twitter í gær og stappaði í þá stálinu.

„Ég skil gremju ykkar en þeir lögðu mikið á sig; hrós á Nottingham Forest sem vörðust mjög vel og markvörðurinn var frábær. Við erum í öðru sætinu, fimmtán leikir eftir og þetta eru bestu úrslitin sem félagið hefur náð í síðan það féll,“ sagði Andrea.







„Ég trúi á leikmennina okkar, stjórann og okkar traustu stuðningsmenn. Til endaloka MOT,“ bætti Andrea við.

WBA er á toppnum í deildinni, með stigi meira en Leeds, en þeir spila gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall í kvöld.

Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin í öðru sæti til þess sjötta fara í umspil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×