Enski boltinn

Aguero búinn að bæta met hjá Henry, Shearer og Gerrard á stuttum tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero fagnar marki á móti Crystal Palace.
Sergio Aguero fagnar marki á móti Crystal Palace. Getty/Laurence Griffiths

Sergio Aguero var valinn besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og setti um leið met. Það var ekki fyrsta metið sem Argentínumaðurinn slær á fyrstu vikum nýs árs.

Þetta er í sjöunda skiptið á ferlinum sem Sergio Aguero er valinn besti leikmaður mánaðarins sem er einstakt í sögu úrvalsdeildarinnar.

Sergio Aguero bætir þar með met sitt og þeirra Steven Gerrard og Harry Kane sem höfðu allir fengið þau sex sinnum fyrir þessa útnefningu Argentínumannsins í dag.



Sergio Aguero átti magnaðan janúarmánuð þar sem hann skorað sex mörk og gaf eina stoðsendingu að auki. Þetta gerði hann þrátt fyrir að spila aðeins þrjá af leikjum mánaðarins hjá Manchester City.

Með þrennu sinni á móti Aston Villa komst hann upp fyrir Thierry Henry sem markahæsti útlendingurinn í ensku úrvalsdeildinni og þetta var líka tólfta þrennan hans sem bætti met Alan Shearer.

Aðrir sem komu til greina sem leikmaður mánaðarins voru þeir Alisson, Abdoulaye Doucoure, Jack Grealish, Jordan Henderson, Ayoze Perez og Jack Stephens.

Leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni:

Ágúst: Teemu Pukki (Norwich)

September: Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal)

Október: Jamie Vardy (Leicester City)

Nóvember: Sadio Mane (Liverpool)

Desember: Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Janúar: Sergio Aguero (Manchester City)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×