Barkley drullar yfir leikmenn Sixers og alla NBA-deildina: Þeir kunna ekki að spila körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 13:30 Charles Barkley við styttuna af sér fyrir utan æfingahús Philadelphia 76ers. Getty/Mitchell Leff Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira