Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir fyrir og eftir að hún skiptir í keppnisgírinn. Skjámynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira