Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Fólk sem þarf að undirgangast sóttkví er hvatt til að fá vini og vandamenn til að aðstoða við aðföng eða styðjast við heimsendingarþjónustu. Þá sé mikilvægt að skilja mat og aðrar vistir eftir fyrir utan. Getty/kmatija Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30