Lífið

Stórt einbýli til sölu í Stigahlíð með 60 fermetra hjónasvítu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús í Hlíðunum.
Einstaklega fallegt hús í Hlíðunum. Myndir/ fasteignaljósmyndun.is

Fasteignasalan RE/MAX Senter er með 480 fermetra einbýlishús á söluskrá í Stigahlíð í Reykjavík.

Húsið er teiknað af Gunnari S. Óskarssyni arkitekt í samráði við Halldóru Vífilsdóttur innanhúshönnuð. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og er aðkoman að húsinu vegleg með tíu bíla steinsteypta innkeyrslu.

Húsið var byggt árið 2009 og eru í því sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Fasteignamat eignarinnar er tæplega tvö hundruð milljónir en óskað er eftir tilboði.

Eignin stendur á 1314 fermetra lóð innst í botnlanga við opið svæði í eftirsóttu hverfi miðsvæðis í Reykjavík.

Á efri hæð hússins finna sextíu fermetra hjónasvítu. Úr hjónabaðherberginu er gengið út á 112 fermetra þaksvalir til suðurs með miklu útsýni til fjalla og víðar. Þar er tólf manna heitur pottur.

Hér að neðan má sjá myndir úr eigninni í Stigahlíð.

Stórt hús við Stigahlíð sem byggt var árið 2009.
Húsið stendur rétt við Menntaskólann við Hamrahlíð sem sjá má hér út um stofugluggann.
Setustofan og borðstofan í einu stóru rými.
Hér má sjá inn í sextíu fermetra hjónasvítu.
Smekklegt eldhús.
Einstakar suðursvalir ef svalir má kalla. Ekki nema 112 fermetrar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.