Leggja niður störf á degi leikskólans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið í gær. Vísir/Arnar H Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sáttafundur Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hefst því á miðnætti. Samtök atvinnulífsins hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning ef starfsfólk þarf að vera heima með börn sín eða sinna öldruðum foreldrum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðuna óbreytta eftir samningafundinn í dag.Sjá einnig: Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund „Við bara erum að fara þá í aðgerðir sem að hefjast núna á miðnætti og standa í sólarhring en ætlum að funda svo aftur hér á föstudaginn,“ sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að fundi loknum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Spurð hvaða væntingar hún hafi til árangurs á þeim fundi kveðst hún ekki vera vongóð. Boltinn sé alfarið hjá samninganefnd borgarinnar. „Við bara mætum á föstudaginn eftir þá sólarhrings verkfall.“ Blásið var til baráttufundar og kröfugöngu þegar félagsmenn Eflingar sem gegna hinum ýmsu störfum hjá borginni lögðu niður störf í gær. Engin slík dagskrá er fyrirhuguð á morgun en ljóst er að verkfallið mun koma víða niður á starfsemi borgarinnar, ekki hvað síst á leikskólum, en svo vill til að dagur leikskólans er á morgun. „Ég náttúrlega var í tíu ár í leikskóla og við héldum alltaf upp á dag leikskólans þannig að ég sendi kærar kveðjur til allra sem þar eru,“ segir Sólveig. Sjálf verði hún við verkfallsvörslu á morgun. Stjórnendur sýni lipurð Samtök atvinnulífsins hafa sent félagsmönnum bréf þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að sýna aðstæðum skilning í þeim tilfellum þar sem starfsfólk gæti þurft að vera heima með börnum sínum, sinna öldruðum foreldrum eða öðrum vegna verkfallsins. „Það eru margir í atvinnulífinu sem að eru með ung börn og sökum þessa sendu Samtök atvinnulífsins brýningu til allra sinna félagsmanna, að stjórnendur sýni lipurð gagnvart sínu starfsfólki og reyni að aðstoða eftir fremsta megni til þess að brúa það bil, að sækja börn og jafnvel vera heima og passa þau, til þess að skaðinn verði sem minnstur af þessu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/vilhelm Verkföll valdi alltaf skaða og hann beini þeim tilmælum til allra atvinnurekenda að sýna liðlegheit. „Almennt hafa okkar félagsmenn tekið mjög vel í þessa beiðni. En það sem maður óttast auðvitað er að þessi sértæku verkföll að þau hafi mest áhrif þar sem að sveigjanleikinn er minnstur, þar sem bakland fólks er minnst og þar sem að ættingjar, ömmur og afar og aðrir, geta ekki veitt aðstoð. Og það er því mjög miður,“ segir Halldór.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira