Þjálfari ÍBV sagður hafa kallað dómara „djöfulsins apakött“ Henry Birgir Gunnarsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 6. febrúar 2020 10:00 Sigurður Bragason er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV. vísir/bára Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30