Lífið

Svona fer um mann á eina „sjö“ stjörnu hóteli heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna fer vel um mann.
Þarna fer vel um mann.

Það kannast eflaust margir að hafa gist á fjögurra eða jafnvel fimm stjörnu hóteli.

Hótel geta aftur á móti verið mjög misjafnlega góð og sumir ganga ósáttir frá dvöl á fimm stjörnu hóteli, ef væntingarnar eru of háar.

Það er aftur á móti til eitt sjö stjörnu hótel í heiminum og er það staðsett í Dúbaí. Hótelið ber heitið Burj Al Arab-hotel og þar ætti fólk að vera ánægt.

Þetta er án efa eitt allra glæsilegasta hótel heims. Það tók fimm ára að reisa bygginguna og var hótelið fullklárað árið 1999. Þegar gestir hótelsins lenda á flugvellinum í Dúbaí eru þeir ýmist sóttir á glænýjum Rolls Royce eða flogið með þá beint á toppinn á hótelið með þyrlu.

Í raun er hótelið fimm stjörnu hótel en í dag er það samt sem áður þekkt sem eina sjö stjörnu hótel heims og er það vegna umsagna sem gestir og blaðamenn hafa skrifað um hótelið. Það gengur í raun undir nafninu sjö stjörnu hótelið.

Á YouTube-síðunni Bright Side er fjallað ítarlega um hótelið en í byggingunni eru 202 svítur.

Hér að neðan má sjá innslagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.