Notuðu gögn úr einkanetfangi starfsmanns síns til að stefna honum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 11:08 Í stefnunni var notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. Íslenskt fyrirtæki braut persónuverndarlög við meðferð á tölvupósti við starfslok starfsmanns árið 2017. Fyrirtækið afritaði m.a. tölvupósta af persónulegu netfangi starfsmannsins til að nota gegn honum í dómsmáli, þar sem starfsmanninum var gefið að sök að hafa brotið gegn hagsmunum fyrirtækisins á meðan hann starfaði þar. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var á netinu í gær. Starfsmaðurinn sendi formlega kvörtun til Persónuverndar vegna málsins þann 9. október 2017. Hann kvartaði yfir því að fyrrverandi vinnuveitandi hans, fyrirtæki sem ekki er nafngreint í úrskurðinum, hefði fyrirvaralaust lokað aðgangi hans að tölvupósthólfi hans með því að breyta aðgangsorði. Þá hélt starfsmaðurinn því fram að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að fjarlægja eða afrita einkapóst og hefði pósthólfinu ekki verið lokað, heldur þess í stað verið notað áfram til að senda póst í hans nafni. Þá hefðu starfsmenn fyrirtækisins farið inn á einkanetfang hans og afritað þar mikið magn af einkapósti. Hann var síðar beðinn um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í kjölfarið var honum stefnt og hann sakaður um brot á ráðningarsamningi við fyrirtækið. Tekið er fram að í stefnunni sé notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. „Augljós og gríðarleg brot“ Í svari fyrirtækisins við kvörtun starfsmannsins segir m.a. að fyrirtækið hefði þurft að vakta tölvupóst starfsmannsins til að þjónusta viðskiptavini hans. Ekki hefði verið hægt að treysta því að viðskiptavinir sendu póst á tölvupóstfang hans þar sem hann hefði þá þegar verið búinn að „stela öllum viðskiptatengslum“ frá fyrirtækinu. Við skoðun á tölvu starfsmannsins hefði jafnframt komið í ljós „mikið af sönnunargögnum varðandi einbeittan brotavilja kvartanda“. „Augljós og gríðarleg brot“ kvartanda inni á einkanetfangi hans hefðu blasað við þegar tölvan var opnuð. Fyrirtækið taldi vinnslu umræddra persónuupplýsinga úr tölvupóstinum samkvæmt lögum og nauðsynlega til að gæta lögmætra hagsmuna sinna og sækja skaðabótakröfu á hendur hinum brotlega starfsmanni. Hann hefði stolið viðskiptatengslum, afritað gögn í eigu fyrirtækisins og lekið verðupplýsingum og gögnum til samkeppnisaðila. Dómnum ekki áfrýjað Umræddu dómsmáli fyrirtækisins gegn starfsmanninum var vísað frá árið 2018, að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Í dómi héraðsdóms, sem reyndar var í öðru dómsmáli milli sömu aðila, er niðurstaðan hins vegar sú að starfsmaðurinn hafi ekki brotið gegn ráðningarsamningi sínum á meðan á ráðningarsambandinu stóð, en upplýsingagjöf rúmum tveimur mánuðum síðar hafi verið í andstöðu við trúnaðarákvæði í samningnum. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Persónuvernd komst loks að þeirri niðurstöðu að meðferð fyrirtækisins á tölvupósti starfsmannsins við starfslok hans hjá fyrirtækinu hefði ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, einkum í ljósi þess að dómnum hafi ekki verið áfrýjað. Meðferðin hefði heldur ekki verið í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Netöryggi Persónuvernd Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki braut persónuverndarlög við meðferð á tölvupósti við starfslok starfsmanns árið 2017. Fyrirtækið afritaði m.a. tölvupósta af persónulegu netfangi starfsmannsins til að nota gegn honum í dómsmáli, þar sem starfsmanninum var gefið að sök að hafa brotið gegn hagsmunum fyrirtækisins á meðan hann starfaði þar. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem birtur var á netinu í gær. Starfsmaðurinn sendi formlega kvörtun til Persónuverndar vegna málsins þann 9. október 2017. Hann kvartaði yfir því að fyrrverandi vinnuveitandi hans, fyrirtæki sem ekki er nafngreint í úrskurðinum, hefði fyrirvaralaust lokað aðgangi hans að tölvupósthólfi hans með því að breyta aðgangsorði. Þá hélt starfsmaðurinn því fram að honum hefði ekki verið gefinn kostur á að fjarlægja eða afrita einkapóst og hefði pósthólfinu ekki verið lokað, heldur þess í stað verið notað áfram til að senda póst í hans nafni. Þá hefðu starfsmenn fyrirtækisins farið inn á einkanetfang hans og afritað þar mikið magn af einkapósti. Hann var síðar beðinn um að yfirgefa vinnustaðinn tafarlaust. Í kjölfarið var honum stefnt og hann sakaður um brot á ráðningarsamningi við fyrirtækið. Tekið er fram að í stefnunni sé notast við gögn sem fengin hafi verið úr einkanetfangi hans. „Augljós og gríðarleg brot“ Í svari fyrirtækisins við kvörtun starfsmannsins segir m.a. að fyrirtækið hefði þurft að vakta tölvupóst starfsmannsins til að þjónusta viðskiptavini hans. Ekki hefði verið hægt að treysta því að viðskiptavinir sendu póst á tölvupóstfang hans þar sem hann hefði þá þegar verið búinn að „stela öllum viðskiptatengslum“ frá fyrirtækinu. Við skoðun á tölvu starfsmannsins hefði jafnframt komið í ljós „mikið af sönnunargögnum varðandi einbeittan brotavilja kvartanda“. „Augljós og gríðarleg brot“ kvartanda inni á einkanetfangi hans hefðu blasað við þegar tölvan var opnuð. Fyrirtækið taldi vinnslu umræddra persónuupplýsinga úr tölvupóstinum samkvæmt lögum og nauðsynlega til að gæta lögmætra hagsmuna sinna og sækja skaðabótakröfu á hendur hinum brotlega starfsmanni. Hann hefði stolið viðskiptatengslum, afritað gögn í eigu fyrirtækisins og lekið verðupplýsingum og gögnum til samkeppnisaðila. Dómnum ekki áfrýjað Umræddu dómsmáli fyrirtækisins gegn starfsmanninum var vísað frá árið 2018, að því er segir í úrskurði Persónuverndar. Í dómi héraðsdóms, sem reyndar var í öðru dómsmáli milli sömu aðila, er niðurstaðan hins vegar sú að starfsmaðurinn hafi ekki brotið gegn ráðningarsamningi sínum á meðan á ráðningarsambandinu stóð, en upplýsingagjöf rúmum tveimur mánuðum síðar hafi verið í andstöðu við trúnaðarákvæði í samningnum. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Persónuvernd komst loks að þeirri niðurstöðu að meðferð fyrirtækisins á tölvupósti starfsmannsins við starfslok hans hjá fyrirtækinu hefði ekki verið í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, einkum í ljósi þess að dómnum hafi ekki verið áfrýjað. Meðferðin hefði heldur ekki verið í samræmi við reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.
Netöryggi Persónuvernd Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira