Enski boltinn

Skila­boð frá Klopp biðu eftir sigurinn á Shrews­bury

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fögnuður eftir leikinn í gær.
Fögnuður eftir leikinn í gær. vísir/getty/samsett

Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins eins og frægt er eftir 1-0 sigur krakkaliðs félagsins á Shrewsbury á Anfield í gær.

Enginn aðalliðs leikmaður tók þátt í leiknum og það voru Neil Critchley og lærisveinar hans í unglingaliði Liverpool sem spiluðu leikinn.

Neil segir að Jurgen Klopp, stjóri félagsins, hafi verið duglegur að senda honum skilaboð.

„Við fengum skilaboð frá stjóranum bæði í hálfleik og eftir leik. Hann sagði fyrir leikinn að leikurinn gegn Chelsea gæti verið möguleiki fyrir einn eða tvo þeirra og þeir voru frábærir í kvöld,“ sagð Neil.







„Við fengum svo skilaboð eftir leikinn frá teyminu að hann væri ánægður með frammistöðuna. Við gáfum honum leik gegn Chelsea sem hann getur farið að hlakka til.“

„Hann gefur þér skýr skilaboð. Trú, spila eins og Liverpool spilar og keyra á þetta. Þannig spilar aðalliðið og þannig spilum við. Þetta er það sem við stöndum fyrir og þú þarft að vera tilbúinn í það.“

Byrjunarlið Liverpool í gær var það yngsta í sögu félagsins en meðalaldurinn hljóðaði upp á 19 ár og 102 daga. Leikmennirnir sem byrjuðu leikinn höfðu einungis spilað 36 aðalliðsleiki.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×