„Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Aron Guðmundsson skrifar 30. janúar 2026 11:00 Það verður hart barist í Boxen í kvöld þegar að Ísland og Danmörk mætast í undanúrslitum EM karla í handbolta Vísir/Samsett Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heimavelli í undanúrslitunum í dag. Einar Jónsson, handboltasérfræðingur, segir að möguleikinn á íslenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé íslenska landsliðið eitt það besta í heimi. „Þetta er langstærsta prófið hingað til, stærsti leikur sem við höfum farið í síðan 2012 eða eitthvað,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild Sýnar um leik kvöldsins. „Þetta er risa verkefni og Danirnir hingað til búnir að vera bestir í heimi síðustu tíu ár eða meira, jafnvel langbestir. En þeir hafa misstigið sig á Evrópumótum, eru í brasi þar og við getum nýtt okkur það. Ég er bjartsýnn.“ Og kemur Einar þar inn á merkilega staðreynd því þó Danir séu ríkjandi heims- og ólympíumeistarar hafa þeir ekki orðið Evrópumeistarar síðan árið 2012. Síðan þá hafa þeir fjórum sinnum orðið heimsmeistarar og í tvígang Ólympíumeistarar. Erfitt að benda á veikleika Styrkleikar danska liðsins felist fyrst og fremst í besta markverði heims, Emil Nielsen og besta handboltamanni í heimi, skyttunni Mathias Gidsel. Hingað til er Emil Nielsen með flest varin skot á mótinu og Gidsel með flest skoruð mörk. „En svo eru þeir með frábæra þjálfara, frábært lið og heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Líkamlega sterkir, hávaxnir og geta stjórnað leikjum. Þeir geta spilað á háu tempói en líka dregið niður tempóið. Eru bara á heildina litið flott lið. Það er mjög erfitt að benda á einhverja veikleika að minnsta kosti.“ Strákarnir okkar þurfi að ná fram sínum besta leik til þess að geta lagt Danina að velli. „Ég held að það sé engin spurning. Möguleikarnir okkar liggja kannski fyrst og fremst í því að við nýtum okkar styrkleika, setja fókusinn á það. Á góðum degi erum við að mínu mati eitt besta liðið í heiminum. Við höfum sýnt það á þessu móti. Leikurinn á móti Svíum var gjörsamlega stórkostlegur. Ef við náum einhverri álíka frammistöðu og þar er ég mjög bjartsýnn.“ Gísli búinn að vera bestur á mótinu Einar er ekki í vafa um að danska liði virði það íslenska. „Það eru leikmenn í þessu danska landsliði sem eru bæði samherjar og hafa spilað oft á móti þessum íslensku strákum. Auðvitað veit Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, eins og við öll að það eru alveg ótrúlega miklir styrkleikar í þessu íslenska liði og við erum með leikmenn sem eru í algjörum heimsklassa. Strákarnir okkar munu þurfa að reyna koma fjötrum á Mathias Gidsel sem er besti handboltamaður heims um þessar mundir. Gísli Þorgeir er að mínu mati búinn að vera besti sóknarmaður mótsins til þessa, hann er búinn að eiga stórkostlegt mót. Það eru skemmtileg einvígi í uppsiglingu, Gidsel að mæta Gísla Þorgeiri verður skemmtilegt einvígi og gaman að sjá það. Nikolaj ber gríðarlega mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu, það er alveg á hreinu.“ Í stöðunni maður á mann virðist ekki vera hægt að ráða við árásir Gísla Þorgeirs. Vísir/EPA Prófraunin fyrir Strákana okkar gerist vart stærri, að mæta liðinu sem hefur trónað á toppi handboltans undanfarin ár, á þeirra heimavelli þar sem að nær allir í stúkunni verða á bandi danska landsliðsins. „Okkar menn hafa búið við það að vera nánast á heimavelli í hverjum einasta leik á þessu móti. Það verður náttúrulega alls ekki staðan í þessum leik gegn Dönum. Kannski hefur þetta einhver áhrif en ég tel að þessir strákar séu öllu vanir, þeir eru búnir að ganga í gegnum ýmislegt á þessu móti sem og sem atvinnumenn. Hvort að íslenskir áhorfendur verði tvö hundruð eða hefðu verið tvö til þrjú þúsund. Ég hugsa að það komi ekki til með að hafa úrslitaáhrif á frammistöðuna en klárlega held ég að það myndi hjálpa til og vera miklu skemmtilegra að hafa fleiri Íslendinga á leiknum.“ Allar fréttir íþróttadeildar Vísis tengdar þátttöku Íslands á EM karla í handbolta má finna í gegnum meðfylgjandi hlekk hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
„Þetta er langstærsta prófið hingað til, stærsti leikur sem við höfum farið í síðan 2012 eða eitthvað,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild Sýnar um leik kvöldsins. „Þetta er risa verkefni og Danirnir hingað til búnir að vera bestir í heimi síðustu tíu ár eða meira, jafnvel langbestir. En þeir hafa misstigið sig á Evrópumótum, eru í brasi þar og við getum nýtt okkur það. Ég er bjartsýnn.“ Og kemur Einar þar inn á merkilega staðreynd því þó Danir séu ríkjandi heims- og ólympíumeistarar hafa þeir ekki orðið Evrópumeistarar síðan árið 2012. Síðan þá hafa þeir fjórum sinnum orðið heimsmeistarar og í tvígang Ólympíumeistarar. Erfitt að benda á veikleika Styrkleikar danska liðsins felist fyrst og fremst í besta markverði heims, Emil Nielsen og besta handboltamanni í heimi, skyttunni Mathias Gidsel. Hingað til er Emil Nielsen með flest varin skot á mótinu og Gidsel með flest skoruð mörk. „En svo eru þeir með frábæra þjálfara, frábært lið og heimsklassa leikmenn í öllum stöðum. Líkamlega sterkir, hávaxnir og geta stjórnað leikjum. Þeir geta spilað á háu tempói en líka dregið niður tempóið. Eru bara á heildina litið flott lið. Það er mjög erfitt að benda á einhverja veikleika að minnsta kosti.“ Strákarnir okkar þurfi að ná fram sínum besta leik til þess að geta lagt Danina að velli. „Ég held að það sé engin spurning. Möguleikarnir okkar liggja kannski fyrst og fremst í því að við nýtum okkar styrkleika, setja fókusinn á það. Á góðum degi erum við að mínu mati eitt besta liðið í heiminum. Við höfum sýnt það á þessu móti. Leikurinn á móti Svíum var gjörsamlega stórkostlegur. Ef við náum einhverri álíka frammistöðu og þar er ég mjög bjartsýnn.“ Gísli búinn að vera bestur á mótinu Einar er ekki í vafa um að danska liði virði það íslenska. „Það eru leikmenn í þessu danska landsliði sem eru bæði samherjar og hafa spilað oft á móti þessum íslensku strákum. Auðvitað veit Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, eins og við öll að það eru alveg ótrúlega miklir styrkleikar í þessu íslenska liði og við erum með leikmenn sem eru í algjörum heimsklassa. Strákarnir okkar munu þurfa að reyna koma fjötrum á Mathias Gidsel sem er besti handboltamaður heims um þessar mundir. Gísli Þorgeir er að mínu mati búinn að vera besti sóknarmaður mótsins til þessa, hann er búinn að eiga stórkostlegt mót. Það eru skemmtileg einvígi í uppsiglingu, Gidsel að mæta Gísla Þorgeiri verður skemmtilegt einvígi og gaman að sjá það. Nikolaj ber gríðarlega mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu, það er alveg á hreinu.“ Í stöðunni maður á mann virðist ekki vera hægt að ráða við árásir Gísla Þorgeirs. Vísir/EPA Prófraunin fyrir Strákana okkar gerist vart stærri, að mæta liðinu sem hefur trónað á toppi handboltans undanfarin ár, á þeirra heimavelli þar sem að nær allir í stúkunni verða á bandi danska landsliðsins. „Okkar menn hafa búið við það að vera nánast á heimavelli í hverjum einasta leik á þessu móti. Það verður náttúrulega alls ekki staðan í þessum leik gegn Dönum. Kannski hefur þetta einhver áhrif en ég tel að þessir strákar séu öllu vanir, þeir eru búnir að ganga í gegnum ýmislegt á þessu móti sem og sem atvinnumenn. Hvort að íslenskir áhorfendur verði tvö hundruð eða hefðu verið tvö til þrjú þúsund. Ég hugsa að það komi ekki til með að hafa úrslitaáhrif á frammistöðuna en klárlega held ég að það myndi hjálpa til og vera miklu skemmtilegra að hafa fleiri Íslendinga á leiknum.“ Allar fréttir íþróttadeildar Vísis tengdar þátttöku Íslands á EM karla í handbolta má finna í gegnum meðfylgjandi hlekk hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan hálf átta í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira