Enski boltinn

James Milner sleppti fríinu og horfði á ungu strákana á Anfi­eld í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milner á pöllunum í gær.
Milner á pöllunum í gær. vísir/getty

Flestir leikmenn Liverpool nýttu vetrafríið til þess að ferðast til heitari landa en Englendingurinn James Milner var ekki einn af þeim.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf sínum mönnum verðskuldað frí og stillti upp krakkaliði í enska bikarnum gegn Shrewsbury í gær. Það kom ekki að sök því Liverpool vann 1-0 sigur.

Allar helstu stjörnur toppliðsins hvíla lúin bein suður á bógi en James Milner var mættur að horfa á ungu strákana á Anfield í gær.

„Hann æfði með okkur í gær og hann spurði hvort að hann mætti vera með. Ég held að svarið hafi verið: Já, auðvitað geturðu það,“ sagði Neil Critchley, þjálfari U23-ára liðs Liverpool en hann stýrði Liverpool í gær.







„Það var mjög virðingarvert að hann hafi spurt. Hann spurði svo hvort hann mætti koma með í búningsklefann. Hvað heldurðu? Auðvitað,“ bætti Neil við.

„Hann gaf þeim ráð og stóð með leikmönnunum. Hann talaði mikið við þá í búningsklefanum. Hann var líflegur og lét í sér heyra á bakvið mig í leiknum. Ég heyrði í honum.“

„Hann var svo auðvitað ánægður með hvernig drengirnir spiluðu og ég gæti ekki þakkað honum nóg.“

Liverpool mætir Chelsea í 16-liða úrslitum enska bikarsins í byrjun mars.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×