Íslenski boltinn

KA menn nota snjóblásara á heimavöllinn sinn þegar tæpir þrír mánuðir eru í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og snjótækin á fullu á Akureyrarvellinum í dag.
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og snjótækin á fullu á Akureyrarvellinum í dag. Samsett mynd/Twutter & Vísir/Bára

Það er nóg af snjó á Akureyri og Akureyrarvöllur hefur fengið að kynnast því á síðustu vikum og mánuðum.

KA menn spila heimavelli sína í Pepsi Max deild karla í fótbolta á Akureyrarvelli (Greifavelli) og það er farið að styttast í Íslandsmótið.

KA-menn birtu myndband á Twitter síðu sinni í dag þar sem sjá má tvo snjóblásara vera að losa snjó af vellinum.

Þar má sjá að það var komið mjög þykkt snjólag á völlinn.

Fyrsti heimaleikur KA-liðsins í Pepsi Max deildinni er á móti Víkingi og hefur hann verið settur á sunnudaginn 3. maí.

Það eru því aðeins 89 dagar í fyrsta leik og kannski eins gott að hann er ekki fyrr en í 2. umferð. Fyrsta umferð Pepsi Max deildarinnar fer nefnilega fram í aprílmánuði.

Hér fyrir neðan má sjá KA-menn hreinsa snjó af heimavelli sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×