Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:13 Umferð í miðborg London. Ef áform stjórnvalda ganga eftir verða aðeins rafmagns- og aðrir kolefnisfríir bílar í umferð eftir árið 2035. Vísir/EPA Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira