Tónleikaferðalag með Jóker-tónlist Hildar hefst í apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 11:14 Jókerinn og Hildur. Mynd/Warner Bros/ANTJE TAIGA JANDRIG Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Warner Bros hyggst hrinda af stað tónleikaferðalagi með tónlist Hildar Guðnadóttur úr kvikmyndinni Joker. Fullskipuð sinfóníuhljómsveit mun flytja tónlistina, að því er fram kemur á vef Deadline þar sem greint er frá umræddu tónleikaferðalagi. Tónleikaferðalagið hefst í Eventim Appollo-tónleikahöllinni í Lundúnum þann 30. apríl næstkomandi. Tónleikar verða svo haldnir víða í Bretlandi þar til í júlí en þá er einnig ráðgert að halda tónleika í öðrum Evrópulöndum, sem og á fleiri „alþjóðlegum“ áfangastöðum. Enn á eftir að tilkynna frekari dagsetningar og tónleikastaði. Hljómsveitarstjórinn Jeff Atmajian, sem stýrði hljómsveitinni við upptökur á tónlistinni fyrir myndina, mun stjórna sinfóníuhljómsveitinni á fyrstu tónleikunum í Lundúnum í apríl. Hildur hefur farið sannkallaða sigurför um Hollywood síðustu misseri og kemur hlaðin verðlaunum undan verðlaunahátíðum vetrarins. Hún vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker á sunnudag, Golden Globe í byrjun janúar og þykir líklegust til að vinna Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar nú um helgina. Haft er eftir Hildi í frétt Deadline að hún sé himinlifandi að áheyrendur geti nú notið Joker-tónlistarinnar í flutningi sinfóníuhljómsveitar, líkt og hún gerði við upptökur á tónlistinni á sínum tíma. Joker hefur sópað að sér verðlaunum á verðlaunahátíðum síðustu vikur og mánuði, einkum þökk sé Hildi og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50