Handbolti

Seinni bylgjan: „Þetta var eins og NFL móment“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Afturelding stöðvaði sigurgöngu Valsmanna um helgina er liðin gerðu jafntefli, 28-28, í frábærum leik á sunnudaginn.

Valsmenn höfðu fyrir leikinn unnið níu deildarleiki í röð en Gunnar Malmquist Þórsson var allt í öllu í liði Aftureldingar.

Gunnar er ekki þekktur fyrir að gefa tommu eftir og það þekkir Guðlaugur Arnarson, einn spekinga Seinni bylgjunnar.

„Hann er ógurlega hraustur og sterkur. Það er erfitt að ráða við þessar árásir og oft á tíðum þá held ég að orkan og krafturinn sé of mikill,“ sagði Guðlagur.

„Þegar hann og Þorgils skullu saman þá var þetta bara eins og NFL-móment. Ég hélt að þetta hafi verið ruðningur. Það var hart tekist á,“ bætti Logi Geirsson við.

Innslagið í heild má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×