Enski boltinn

Bjarki Már frábær í sigri Lemgo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki í leik með íslenska landsliðinu.
Bjarki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Bjarki Már Elísson átti frábæran leik er Lemgo lagði Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 27-23. Hann var þó ekki eini Íslendingurinn í eldlínunni. Oddur Grétarsson var öflugur í liði Balingen sem tapaði gegn Füch­se Berlín, 33-27.

Bjarki Már gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk fyrir Lemgo sem tókst um leið að koma sér aðeins frá liðunum sem eru í fallbaráttu. Bjarki er í 2. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en hann hefur skorað 159 mörk til þessa, einu minna en Hans Lindberg sem leikur með Füch­se Berlín.

Elvar Ásgeirsson leikur með Stuttgart en liðið er sem fyrr í 16. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti.

Oddur var einnig markahæstur í liði Balingen með átta mörk í dag en það dugði ekki til gegn sterku liði Füch­se Berlín. 

Að lokum tapaði Erlangen, lið Aðalsteins Ejólfssonar, gegn Leipzig á útivelli, lokatölur þar 26-21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×