Enski boltinn

Traore fór úr axlarlið í gær en lék áfram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Traore í baráttunni við Maguire í leiknum í gær.
Traore í baráttunni við Maguire í leiknum í gær. Vísir/Getty

Adama Traore, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, fór úr axlarlið í fyrri hálfleik gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Traore lék hins vegar allt fram á 76. mínútu leiksins. 

Traore lenti í samstuði við Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í gær. Traore virðist hafa hrokkið beint aftur í lið þar sem honum var ekki skipt út af fyrr en í síðari hálfleik. 

Traore, líkt og aðrir leikmenn vallarins, átti ekki sinn besta dag fyrir framan markið en leikurinn var þriðja viðureign liðanna á leiktíðinni. Aðeins hefur eitt mark verið skorað í þessum þremur leikjum.

Nuno Esperito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, sagði eftir leik að Traore hefði þegar lent í þessu áður á leiktíðinni. Þessi stóri og stæðilegi kantmaður fór nefnilega líka úr lið gegn Tottenham Hotspur.

Wolves eru eftir leikinn í gær í 6. sæti deildarinnar með 35 stig, líkt og Manchester United sem er með betri markatölu.


Tengdar fréttir

Vildi Bruno Fernandes fara til Wolves eftir allt saman?

Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United á miðvikudaginn var og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Wolverhampton Wanderers. Hann var svo óvænt mættur í treyju Wolves að leik loknum.

Markalaust hjá Manchester United og Wolves

Manchester United og Wolverhampton Wanderers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta fyrsti leikur Bruno Fernandes fyrir Man Utd en hann lék allan leikinn á miðju liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×