Dagur segir tilboð borgarinnar líklega mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:09 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram tilboð borgarinnar. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir kröfur Eflingar langt umfram lífskjarasamninginn sem undirritaður var á liðnu ári. Kröfurnar séu þá umfram tilboð borgarinnar sem sé, að hans mati, mjög sterkt og sé til þess gert að tekjulægstu hóparnir geti lifað mannsæmandi lífi á sínum launum. Hann segir að grunnlaun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Reykjavíkur myndu hækka úr 310 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur samkvæmt þeim kjarasamningi sem borgin hefur boðið. Þar að auki myndu starfsmenn fá 40 þúsund krónu ofan á grunnlaun vegna álagsgreiðslna. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld. Dagur segist hafa búist við því að samningagerð myndi ganga hratt og vel, þar sem nýbúið sé að skrifa undir lífskjarasamninginn, samnings á almennum vinnumarkaði sem náði til yfir hundrað þúsund launþega og bæði sveitarfélög og ríkið kom að. Segir ekki ganga að tala um tilboðið sem ekki neitt „Þær launahækkanir sem svigrúm væri fyrir myndu númer eitt ganga fyrst og fremst til tekjulægsta hópsins og aðrar aðgerðir, í gegnum skattkerfi, barnabætur og svo framvegis myndu auka kaupmátt þessara hópa,“ segir Dagur. Þá segir hann að stundum þegar hann heyrði fullyrðingar forsvarsmanna Eflingar um tilboð borgarinnar efaðist hann að tilboðið hafi verið nægilega vel kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er líklega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tíma hefur verið samið um í kjarasamningum á Íslandi.“ Þá greindi hann frá því að laun ófaglærðs deildarstjóra á leikskóla myndu hækka úr 417 þúsund krónum í grunnlaun upp í 520 þúsund krónur á mánuði. Ofan á það myndu bætast álagsgreiðslur svo að dagvinnulaun yrðu í grunnin 572 þúsund krónur á mánuði.Sjá einnig: „Reykjavíkurborg hefur enn á ný slegið á sáttahönd láglaunafólks“ Samningafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkur lauk án árangurs rétt fyrir klukkan 16 í dag. Annar fundur var ekki boðaður og heldur því ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni áfram. Stuttu eftir að fundi lauk lýsti samninganefnd félagsins yfir vonbrigðum á Facebook-síðu Eflingar og segir í færslunni að Reykjavíkurborg hafi „enn á ný slegið á sáttarhönd láglaunafólks.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. 18. febrúar 2020 18:45
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28