Opna fyrstu sérverslun sína í sögufrægu húsi í Hafnarstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 11:55 Bioeffect kemur í stað Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns. Neytendur Reykjavík Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns.
Neytendur Reykjavík Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira