Ökufantarnir eru sextán og sautján ára, grunaðir um hnupl og reyndu að flýja vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:16 Drengirnir voru handteknir í grennd við húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi. Vísir/Egill Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.
Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29