Ekkert verður til úr engu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda velferðar. Fjölbreytt atvinnulíf skapar störf, verðmæti og tekjur sem eru grundvöllur þess að hægt er að reka öflugt velferðarkerfi á Íslandi. Um það hljótum við öll að vera sammála. Það er alveg ljóst að lokun álversins í Straumsvík yrði mikið högg fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega samfélagið okkar hér í Hafnarfirði. Það væri mikið áfall fyrir þá rúmlega 400 starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem hjá álverinu starfa. Það væri einnig mikið áfall fyrir bæjarfélagið og alla þá tengdu starfsemi sem álverinu fylgir, fjölda fyrirtækja og einstaklinga í Hafnarfirði sem þjónusta álverið með einum eða öðrum hætti allt árið um kring. Með öðrum orðum; áhrifin yrðu gríðarleg á samfélagið okkar í heild. Verðmætasköpun Álverið er einn stærsti útflytjandi frá Íslandi og eru útflutningsverðmæti fyrirtækisins um 60 milljarðar króna á ári. Meirihluti starfsfólks álversins í Straumsvík eru íbúar Hafnarfjarðarbæjar og eru tekjur bæjarfélagsins af álverinu um 500 milljónir króna á ári. Þá á eftir að taka tillit til útsvarstekna allra þeirra sem þar vinna. Nýlega hlustaði ég á Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, tala um að innlendur kostnaður álversins í Straumsvík væri um 11 milljarðar á ári. Inni í þeirri tölu eru laun, skattar og kaup á vörum og þjónustu. Það er því enginn vafi á því að umsvif álversins í Straumsvík eru mikil og það skapar okkur mikil verðmæti. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, þau þarf að skapa og það vita þeir sem reynt hafa. Verðmæti sem meðal annars fara til þess að reka okkar ágæta samfélag og stofnanir eins og spítala. Hættum að tala niður störf og iðnaðinn Tómas Guðbjartsson læknir heldur áfram að ræða málefni álversins af skilningsleysi og grunnhyggni. Læknirinn virðist einnig halda áfram að hvetja til aukinnar álframleiðslu í löndum sem menga jafnvel tífalt meira en við gerum hér á landi. Ég get ekki skilið hann öðruvísi. Tilfinning mín hefur lengi verið sú, að ákveðnum hópum samfélagsins, finnist iðnaður og iðnaðarstarfsemi ekki alveg nægilega fín atvinnugrein fyrir okkur hér á Íslandi. Það er leiðinlegur ósiður að tala niður ákveðnar atvinnugreinar í samfélaginu, slíkt lýsir drambi og hroka.Það er fremur dapurlegt að skynja m.a. það viðhorf hjá lækninum og ég leyfi mér að tengja umræðuna um iðnaðinn við stöðu iðnnáms og þann skort sem hefur verið og blasir við á iðnaðarmönnum hér á landi. Rannveig Rist, forstjóri Ísal, hefur sagt það mikla áskorun að óbreyttu að manna íslensku álfyrirtækin í náinni framtíð og væri það helst vegna skorts á starfsfólki með iðnmenntun. Að lokum má benda á þá staðreynd að orkunýting og ferðaþjónusta hafa átt góða samleið undanfarna tvo áratugi; þar sem ferðaþjónustan hefur vaxið mikið og notið góðs af orkunýtingu, t.d. gefið af sér Bláa lónið. Þátttakendur í heildarmyndinni Þrátt fyrir að við séum lítil og framleiðsla okkar sé ekki mikil í heildarmyndinni þá verðum við að vera ábyrg og gera hvað við getum. Við erum hluti alþjóðasamfélagsins og af þeirri ástæðu er skynsamlegt – af því við getum það – að framleiða ál með mun umhverfisvænni hætti en gert er annars staðar. Í raun þykir mér umhverfisvæn álframleiðsla á Íslandi vera eitt jákvæðasta innlegg okkar í þágu loftslagsmála. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun