Vilja fara ólíkar leiðir til þess að bæta kjör félagsmanna Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 20:58 Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“ Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28