„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 18:45 Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira