Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira